3. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. október 2021 kl. 10:35


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:35
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 10:35
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:35
Inga Sæland (IngS), kl. 10:35
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 10:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:35
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 10:40

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 13:00.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 10:35
Kynnt voru framkomin gögn til Alþingis.

Nefndin fjallaði um verkefni nefndarinnar og málsmeðferð ásamt því að fela skrifstofunni frekari gagnaöflun til undirbúnings rannsóknar kjörbréfa.

Nefndin fór yfir ágreiningsseðla.

3) Störf nefndarinnar Kl. 12:20
Kynnt voru drög að verklagsreglum fyrir nefndina. Nefndin samþykkti reglurnar.

Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin samþykkti að halda opinn fund með Hafsteini Þór Haukssyni dósent við lagadeild Háskóla Íslands til þess að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:10