10. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Hótel Borgarnes, þriðjudaginn 19. október 2021 kl. 13:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 13:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:00
Inga Sæland (IngS), kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Áður en fundur hófst kynnti nefndin sér aðstæður á talningarstað á Hótel Borgarnesi, þ. á m. staðsetningu myndavéla og innganga í salinn.

Samtöl við gesti fundarins voru hljóðrituð og tekin upp í mynd. Hljóðritunin verður skrifuð upp í vinnuskjal til að tryggja aðgang þingmanna að öllum gögnum málsins svo þeir geti, hver fyrir sig, tekið ákvörðun í því þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 13:00
Nefndin ræddi málið og fyrirkomulag fundarins.

Björn Leví Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir, ásamt starfsfólki skrifstofunnar, gerðu grein fyrir afstemmingu ónotaðra seðla sem fór fram á lögreglustöðinni í Borgarnesi þriðjudaginn 19. október kl. 9:30. Nefndin samþykkti að tekin yrði saman greinargerð um framkvæmdina.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Berglindi Lilju Þorbergsdóttur, starfsmann yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.

Því næst fékk nefndin á sinn fund, hvern fyrir sig, fjóra starfsmenn Hótels Borgarness.

Hlé var gert á fundi kl. 15:35-16:00.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Inga Tryggvason, formann yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis.

3) Störf nefndarinnar Kl. 17:20
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:50