13. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. október 2021 kl. 09:00


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 09:00
Inga Sæland (IngS), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Samtöl við gesti fundarins voru hljóðrituð og tekin upp í mynd. Hljóðritunin verður skrifuð upp í vinnuskjal til að tryggja aðgang þingmanna að öllum gögnum málsins svo þeir geti, hver fyrir sig, tekið ákvörðun þegar Alþingi fjallar um gildi kosninganna.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur aðalmann í yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sem tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Hlé var gert á fundi kl. 09:50-10:00.

Þá fékk nefndin á sinn fund Magnús Davíð Norðdahl, Sigurð Örn Hilmarsson, Rósu Björk Brynjólfsdóttur, Guðmund Gunnarsson og Hólmfríði Árnadóttur.

Hlé var gert á fundi kl. 11:40-12:30.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Lenyu Rún Taha Karim og Karl Gauta Hjaltason.

3) Störf nefndarinnar Kl. 14:00
Nefndin ræddi verkefni og málsmeðferð nefndarinnar sem og fyrirkomulag næstu funda.

Nefndin fól skrifstofunni frekari gagnaöflun til undirbúnings rannsóknar kjörbréfa.

Nefndin samþykkti að Björn Leví Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir, ásamt starfsfólki skrifstofunnar, fari fyrir hönd nefndarinnar til að skoða auða og ógilda atkvæðaseðla auk þess að skoða ónýta seðla í Norðvesturkjördæmi á lögreglustöðinni í Borgarnesi.

Nefndin fjallaði um minnisblað skrifstofunnar um áhrif annmarka á framkvæmd kosninga.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:10