17. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. október 2021 kl. 09:35


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:35
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:35
Diljá Mist Einarsdóttir (DiljE), kl. 09:35
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:35
Inga Sæland (IngS), kl. 10:25
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:35
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:35

Hlé var gert á fundi kl. 11:20-12:35. Eftir hlé mætti Hanna Katrín Friðriksson kl. 13:00 og Inga Sæland kl. 13:30.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 09:35
Nefndin samþykkti að tekin verði saman greinargerð um framkvæmd skoðun auðra kjörseðla og auðra utankjörfundarseðla auk ógildra seðla sem fór fram á lögreglustöðinni í Borgarnesi þriðjudaginn 26. október kl. 15:25.

Nefndin fjallaði um birtingu gagna í samræmi við 2. mgr. 5. gr. verklagsreglna nefndarinnar. Nefndin samþykkti m.a. að birta bréf lögreglunnar á Vesturlandi frá 22. október að undanskildum þeim trúnaðargögnum sem fylgdu bréfinu.

Þá ræddi nefndin beiðnir kærenda um aðgang að gögnum sem eru að jafnaði ekki birt í samræmi við lög eða sérstaka þagnarskyldu. Umræðu frestað.

Nefndin ræddi verkefni og málsmeðferð nefndarinnar.

Hlé var gert á fundi kl. 11:20-12:35.

Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og ræddi öflun gagna og upplýsinga sem nauðsynleg eru fyrir verkefni nefndarinnar.

Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

3) Störf nefndarinnar Kl. 15:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30