22. fundur
á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. nóvember 2021 kl. 13:05


Mætt:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 13:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 13:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 13:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:05

Björn Leví Gunnarsson, Diljá Mist Einarsdóttir og Inga Sæland boðuðu forföll.

Vilhjálmur Árnason og Jóhann Friðrik Friðriksson viku af fundi kl. 13:50.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þórhallur Vilhjálmsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) Undirbúningur fyrir rannsókn kjörbréfa Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um verkefni nefndarinnar og málsmeðferð.

Nefndin ræddi frekari beiðnir kærenda um aðgang að gögnum sem eru að jafnaði ekki birt í samræmi við lög eða sérstaka þagnarskyldu. Nefndin fól skrifstofu Alþingis að svara beiðnum kærenda.

Lagt var fram minnisblað frá forsætisráðuneyti, sem nefndin fól skrifstofunni að afla, um lagasjónarmið sem almennt hafa þýðingu við mat á gildi kosninga.

Nefndin samþykkti að verða við beiðni umboðsmanna P-lista, Jóns Þórs Ólafssonar og Indriða Stefánssonar, um að koma á fund nefndarinnar til að fylgja eftir erindi þeirra um framkvæmd kosninga og meðferð utankjörfundaratkvæða.

Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

3) Störf nefndarinnar Kl. 14:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:15