1. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. september 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:11
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.
Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Kosning 2. varaformanns Kl. 09:07
Formaður gerði tillögu um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir yrði 2. varaformaður. Allir mættir nefndarmenn studdu tillöguna.

2) Starfið framundan Kl. 09:07
Formaður kynnti tímasetningu kynningar ráðherra á þingmálaskrá.

Nefndin ræddi mögulega heimsóknir.

3) Önnur mál Kl. 09:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:27