4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:51
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) 170. mál - meðferð sakamála Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu frá dómsmálaráðuneytinu Áslaug Jósepsdóttir lögfræðingur og Ragna Bjarnadóttir skrifstofustjóri skrifstofu almanna- og réttaröryggis. Kynntu þær málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 102. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023 Kl. 09:16
Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

4) 128. mál - fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og ný heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga Kl. 09:17
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til þriggja vikna umsagnar var samþykkt.

5) Málsmeðferð umsókna um ríkisborgararétt hjá Alþingi Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málsmeðferð umsókna um ríkisborgararétt hjá Alþingi.
Ákveðið að undirnefnd fari yfir verklag sitt áður en vinna við vinnslu umsókna hefst.

6) Önnur mál Kl. 09:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:51