5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 16:39


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 16:39
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 16:39
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 16:39
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 16:39
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 16:39
Margrét Tryggvadóttir (MT) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 16:39
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 16:39

Birgir Ármannsson var fjarverandi.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.
Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:39
Dagskrárlið frestað.

2) 170. mál - meðferð sakamála Kl. 16:39
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson með fyrirvara, Þórarinn Ingi Pétursson. Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefndar Alþingis.

Helgi Hrafn Gunnarsson og Margrét Tryggvadóttir boðuðu að þau myndu skila séráliti.

3) Önnur mál Kl. 16:46


Fundi slitið kl. 16:46