14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:10

Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.
Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 13. fundar samþykkt.

2) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson með fyrirvara, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson með fyrivara, Hjálmar Bogi Hafliðason og Jón Steindór Valdimarsson með fyrivara.

Að nefndaráliti minni hluta með breytingartillögu stendur Helgi Hrafn Gunnarsson.

3) 183. mál - heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 Kl. 10:24
Á fund nefndarinnar mætti Ragnar Aðalsteinsson lögmaður. Hann gerði grein fyrir umsögn sinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Páll Rúnar Mikael Kristjánsson og Oddgeir Einarsson lögmenn. Þeir gerðu grein fyrir umsögn sinni og afstöðu auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12