25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 10.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur, Brynja Stephanie Swan, lögfræðingur, Hafþór Einarsson, sérfræðingur og Jóhann Þorvarðarson lögfræðingur frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Ásamt þeim mættu Björgvin Sighvatsson og Hafsteinn Hafsteinsson frá Seðlabanka Íslands. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Stúdentaráði Háskóla Íslands mættu Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti SHÍ og Marinó Örn Ólafsson lánasjóðsfulltrúi. Þau gerðu grein fyrir umsögn ráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Þau gerðu grein fyrir umsögn embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig mættu Kristín Edwald og Þorbjörg Inga Jónsdóttir nefndarmenn nefndar um eftirlit með lögreglu auk Ellenar Óskar Eiríksdóttur starfsmanni nefndarinnar. Þær gerðu grein fyrir umsögn nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30