37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 09:05


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:20

Páll Magnússon boðaði forföll.
Þórarinn Ingi Pétursson tók þátt í fundinum símleiðis.
Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:20.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:25.
Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 11:30 og tók Steinunn Þóra Árnadóttir við stjórn fundarins.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Aðalheiður Helgadóttir, Eygló Harðardóttir, Hildur Björgvinsdóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Lárus Sigurður Lárusson og Sigrún Elsa Smáradóttir frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þau gerðu grein fyrir umsögn LÍN og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Eyrún Valsdóttir og Henný Hinz mættu frá Alþýðusambandi Íslands. Þær gerðu grein fyrir umsögn ASÍ og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Hrafnhildur Edda Magnúsdóttir frá félagi íslenskra læknanema í Ungverjalandi, gerði grein fyrir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Frá Ungum jafnaðarmönnum mættu Nanna Hermannsdóttir og Nikólína Hildur Sveinsdóttir. Þær gerðu grein fyrir umsögn félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti jafnframt Anna Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, gerði grein fyrir umsögn sambandsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Frá Öryrkjabandalagi Íslands mætti Þuríður Harpa Sigurðardóttir, gerði grein fyrir umsögn ÖBÍ og svaraði spurningum nefndarmanna.

Enn fremur mættu á fund nefndarinnar Björgvin Sighvatsson, Hafsteinn Hafsteinsson og Hákon Zimsen frá Seðlabanka Íslands. Þeir gerðu grein fyrir umsögn seðlabankans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Sólveig Ásgrímsdóttir frá Landssamtökunum 60plús, landshreyfingar eldri borgara innan Samfylkingarinnar. Hún gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35