54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum símleiðis.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Björn Þór Hermannsson, Högni Haraldsson og Katrín Anna Guðmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 555. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 10:20
555. máli var vísað til nefndarinnar milli 2. og 3. umræðu. Nefndin aflaði upplýsinga frá forsætisráðuneytinu vegna málsins.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt.

4) 456. mál - höfundalög Kl. 10:20
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

5) Meðferð þingmannamála Kl. 10:25
Nefndin fjallaði um framhald meðferðar þingmannamála.

6) Önnur mál Kl. 10:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:45