84. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. júní 2020 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:05

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 83. fundar var samþykkt.

2) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Eirík Elís Þorláksson í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Jón Höskuldsson frá Héraðsdómi Reykjaness í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40