4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 15. október 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:10

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fjarverandi. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði seinkun vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 09:20.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á 151. löggjafarþingi (2020-2021) Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Bryndísi Helgadóttur, Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, Rögnu Bjarnadóttur og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 151. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:45
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fundi slitið kl. 09:46