14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 17. nóvember 2020 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:08
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:15

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Arnald Hjartarson frá kærunefnd jafnréttismála sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Þá ræddi nefndin við Árna Múla Jónasson og Ingu Björk Margrétar Bjarnardóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Jafnframt ræddi nefndin við Halldóru Dýrleifu Gunnarsdóttur frá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Auk þess ræddi nefndin við Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigríði Ólöfu Guðmundsdóttur frá Mosfellsbæ. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks ræddi nefndin við Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrálið.

3) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Arnald Hjartarson frá kærunefnd jafnréttismála sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Þá ræddi nefndin við Árna Múla Jónasson og Ingu Björk Margrétar Bjarnardóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Jafnframt ræddi nefndin við Halldóru Dýrleifu Gunnarsdóttur frá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Auk þess ræddi nefndin við Önnu Guðrúnu Björnsdóttur, Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigríði Ólöfu Guðmundsdóttur frá Mosfellsbæ. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks ræddi nefndin við Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrálið.

4) Heiðurslaun listamanna Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55