17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 23. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Páll Magnússon boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir 14., 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 15:00
Nefndin ræddi við Daníel E. Arnarson frá Samtökunum ´78 og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur frá Trans Ísland. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Heimi Hilmarsson frá Félagi um foreldrajafnrétti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Guðmund Sigbergsson og Sigurð M. Harðarson frá iCert ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 16:05-16:10.

Auk þess ræddi nefndin við Silju Báru Ómarsdóttur frá Jafnréttisráði sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Enn fremur ræddi nefndin við Brynhildi G Flóvenz sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 3.

Að lokum ræddi nefndin við Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 3.

3) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 16:20
Nefndin ræddi við Brynhildi G Flóvenz sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 2.

Nefndin ræddi einnig við Tryggva Gunnarsson umboðsmann Alþingis sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 2.

4) 310. mál - listamannalaun Kl. 17:30
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með vikufresti var samþykkt.

5) 96. mál - skaðabótalög Kl. 17:31
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 17:33
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:38