19. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Páll Magnússon boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 204. mál - barnalög Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Aagot Óskarsdóttur, formann starfshóps sem skipaður var samkvæmt bráðabirgðaákvæði II við lög um kynrænt sjálfræði, nr. 80/2019. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 16. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 09:26
Nefndin ræddi við Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

4) 223. mál - framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum Kl. 09:35
Nefndin ræddi við Helga Magnússon frá ríkissaksóknara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 100. mál - meðferð einkamála Kl. 09:53
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 87. mál - greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota Kl. 09:54
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi störf nefndarinnar og fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00