29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 16. desember 2020 kl. 12:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 12:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 12:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 12:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 12:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 12:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 12:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 12:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 12:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 12:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) 22. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 12:00
Nefndin ræddi við Ölmu Möller og Kjartan Hrein Njálsson frá embætti landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Ragnar Grím Bjarnason barnainnkirtlalækni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Reyni Arngrímsson frá Læknafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt af PállM, SÞÁ, GuðmTh, BjG, BÁ, SilG, ÞorbG og ÞSÆ. ÞorS mótmælti harðlega afgreiðslu málsins.

3) 397. mál - ráðstöfun útvarpsgjalds Kl. 12:58
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

4) 270. mál - nauðungarsala Kl. 12:58
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) 271. mál - kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla Kl. 12:59
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 13:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00