32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 16:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:13
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 17:30.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) 161. mál - mannanöfn Kl. 15:00
Nefndin ræddi við Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Jafnframt ræddi nefndin við Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Önnu Rósu Gestsdóttur, Björgu Finnbogadóttir, Soffíu Felixdóttur og Telmu Halldórsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Aðalstein Hákonarson og Sigurð Konráðsson frá mannanafnanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að auki ræddi nefndin við Dr. Hallfríði Þórarinsdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Eirík Rögnvaldsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Enn fremur ræddi nefndin við Ágústu Þorbergsdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi líka við Jóhannes B. Sigtryggsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Eins ræddi nefndin við Kristján Rúnarsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þar að auki ræddi nefndin við Margréti Guðmundsdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Hrafn Sveinbjarnarson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 17:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:50