38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. febrúar 2021 kl. 15:00


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Páll Magnússon boðaði forföll. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 16:55.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 15:00
Nefndin ræddi við Bryndísi Snæbjörnsdóttur frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Þórdísi Viborg frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Lindu Hrönn Þórisdóttur, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur og Siggerði Ólöfu Sigurðardóttur frá Bókasafnsráði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum

Nefndin ræddi jafnframt við Heiðar Inga Svansson frá Iðnmennt sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Sigurð Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Jón Atla Benediktsson og Róbert H. Haraldsson frá Háskóla Íslands og Margréti Jónsdóttur Njarðvík frá Háskólanum á Bifröst. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Álfheiði Guðmundsdóttur og Tryggva Guðjón Ingason frá fagdeild sálfræðinga við skóla og Sálfræðingafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Helgu Tryggvadóttur, Klöru Guðbrandsdóttur og Sigríði Sigurðardóttur frá Félagi náms- og starfsráðgjafa. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 267. mál - almenn hegningarlög Kl. 17:13
Framsögumaður málsins, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti, þar af Birgir Ármannsson með fyrirvara. Páll Magnússon og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 17:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:43