44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. febrúar 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:24
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá dómsmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) Rannsóknar- og valdheimildir lögreglu Kl. 15:30
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Hauk Guðmundsson frá dómsmálaráðuneyti og Sigríði Björk Guðjónsdóttur, Karl Steinar Valsson og Runólf Þórhallsson frá ríkislögreglustjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 536. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 16:24
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) 141. mál - grunnskólar Kl. 16:25
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 16:25
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:26