68. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 13:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:40
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir Þorstein Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 13:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:10

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 14:30. Gunnar Bragi Sveinsson vék af fundi kl. 15:20.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

2) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 13:00
Nefndin fékk á sinn fund Daníel E. Arnarson frá Samtökunum ´78 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 13:11
Nefndin fékk einnig á sinn fund Grím Atlason frá Geðhjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 13:19
Þá fékk nefndin á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur, Kristínu Maríu Gunnarsdóttur og Ólöfu Maríu Vigfúsdóttur frá dómsmálaráðuneyti, og Þorstein Gunnarsson, Írisi Kristinsdóttur og Sigurbjörgu Rut Hoffritz frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 703. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 13:55
Nefndin fékk á sinn fund Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Halldór Jónsson og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur frá Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 14:20-14:30.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hallgrím Jónasson og Ágúst H. Ingþórsson frá Rannís. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Sigríði Mogensen frá Samtökum iðnaðarins og einnig fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að auki fékk nefndin á sinn fund Elinóru Ingu Sigurðardóttur og Valdimar Össurarson frá Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 715. mál - breyting á ýmsum lögum á málefnasviði mennta- og menningarmála Kl. 15:20
Nefndin fékk á sinn fund Karl Óttar Pétursson og Þorgerði Laufeyju Diðriksdóttur frá Félagi grunnskólakennara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 606. mál - samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar Kl. 13:09
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 607. mál - Neytendastofa o.fl. Kl. 13:09
Tillaga um að Olga Margrét Cilia verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 629. mál - happdrætti Háskóla Íslands og happdrætti Kl. 13:10
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 13:16
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30