71. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. maí 2021 kl. 14:30


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 14:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 14:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 14:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 14:50
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 14:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 14:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 14:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 14:50
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 14:35

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:35
Fundargerð 70. fundar var samþykkt.

2) 367. mál - fjölmiðlar Kl. 14:35
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt af viðstöddum nefndarmönnum. Þorsteinn Sæmundsson mótmælti afgreiðslu málsins.

3) 692. mál - ættleiðingar Kl. 14:50
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

4) 694. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 14:50
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 14:50
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00