77. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:20
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:05

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 75. og 76. fundar voru samþykktar.

2) Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Semu Erlu Serdar frá Solaris - hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi og Áshildi Linnet og Guðríði Láru Þrastardóttur frá Rauða krossinum á Íslandi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 09:40
Þá fékk nefndin á sinn fund Þorstein Gunnarsson og Jón Steinar Þórarinsson frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 585. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 Kl. 09:33
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sat hjá.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Birgir Ármannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna Alþingis.

4) 587. mál - þjóðkirkjan Kl. 09:30
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sat hjá.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorsteinn Sæmundsson. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar undir álitið með fyrirvara. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna Alþingis.

5) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 09:50
Samþykkt að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir taki sæti Olgu Margrétar Ciliu í undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

6) Önnur mál Kl. 09:55
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00