12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. febrúar 2022 kl. 09:20


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:20
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:20
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:20
Halldór Auðar Svansson (HAS), kl. 09:20
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:20
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:20
Logi Einarsson (LE), kl. 09:20

Jódís Skúladóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað til kl. 09:35.

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna heimsóknar á öryggisdeild Fangelsisins Litla-Hrauni Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis vegna eftirlitsheimsóknar á grundvelli OPCAT-eftirlitsins í fangageymslur lögreglustjórans á Suðurnesjum og varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

4) Íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis, og Elísabetu Ingólfsdóttur frá embætti umboðsmanns Alþingis.

5) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Rán Ingvarsdóttur frá forsætisráðuneytinu.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

6) 233. mál - skaðabótalög Kl. 11:15
Tillaga um að Logi Einarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:20
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag funda.

Fundi slitið kl. 11:25