30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2022 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:25
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Erna Bjarnadóttir (EBjarn) fyrir Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Logi Einarsson (LE), kl. 09:10

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 415. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.

3) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Bragason og Birki Snæ Fannarsson frá Landgræðslunni, Davíð Baldursson og Lech Pajdak frá Reykjavíkurborg, Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Einarsson, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins og Jón Birgi Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands.

4) 408. mál - listamannalaun Kl. 11:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Allir viðstaddir nefndarmenn rita undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 599. mál - heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa Kl. 10:10
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir dags. 11. apríl 2022, sem sendar voru á grundvelli heimildar formanns skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna, með fresti til 25. apríl 2022.
Tillaga um að Jóhann Friðrik Friðriksson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:12
Eyjólfur Ármannsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég mótmæli því að forsætisráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.) sem felur í sér breytingu á fimm mikilvægum lagabálkum, þ.e. lögum um menningarminjar, nr. 80/2012, jarðalögum, nr. 81/2004, lögum um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, nr. 19/1966 og lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991. Þessar breytingar ætti að leggja fram í fimm sjálfstæðum frumvörpum. Hér er um að ræða grundvallarlög í landinu sem fjalla um gríðarlega mikilvæg álitaefni er lúta að friðhelgi eignarréttarins og eignarráðum og nýtingu á jörðum og breytingar á hverri löggjöf fyrir sig krefst mjög mikillar skoðunar og umræðu á Alþingi og í samfélaginu. Það væri ólýðræðislegt ef þetta frumvarp verður keyrt í gegnum Alþingi í þeirri mynd sem það liggur fyrir. Skorað er á forsætisráðherra að draga frumvarpið til baka með vísan til ofangreinds.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir óskaði eftir því að nefndin haldi opinn fund um verklag við handtökuaðgerðir lögreglu, sbr. 3. mgr. 19. gr. þingskapa, og að gestir fundarins verði m.a. dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóri. Samþykkt var að stefna að opnum fundi um málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20