47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. júní 2022 kl. 10:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 10:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 10:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 10:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 10:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:10
Hilda Jana Gísladóttir (HJG), kl. 10:00
Kári Gautason (KGaut), kl. 10:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 10:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 10:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 45. og 46. fundar voru samþykktar.

2) 518. mál - meðferð sakamála og fullnusta refsinga Kl. 10:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Kári Gautason.

Birgir Þórarinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið samkvæmt heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

Eyjólfur Ármannsson boðaði sérálit.

3) 172. mál - hjúskaparlög Kl. 10:07
Nefndin ákvað að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins í stað Loga Einarssonar.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Kári Gautason.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltúi er samþykkur álitinu.

4) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:11
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, Birgi Þórarinssyni, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Hildi Jönu Gísladóttur og Kára Gautasyni. Eyjólfur Ármannsson sat hjá við afgreiðslu.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Kári Gautason.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Eyjólfur Ármannsson boðaði sérálit.

5) 483. mál - vistmorð Kl. 10:30
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með sólarhrings fresti var samþykkt.

Nefndin fjallaði um málið.

6) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 11:05
Samþykkt var að Jóhann Friðrik Friðriksson taki sæti Jódísar Skúladóttur í undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

Nefndin fjallaði um málið.

7) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30