45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 10. júní 2022 kl. 12:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 12:00
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 12:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 12:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 12:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 12:00
Kári Gautason (KGaut), kl. 12:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 12:00
Logi Einarsson (LE), kl. 12:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 12:00

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 12:00
Fundargerðir 43. og 44. fundar voru samþykktar.

2) 597. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 12:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Kári Gautason.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

3) 598. mál - útlendingar Kl. 12:08
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Kári Gautason.
Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.

4) 416. mál - eignarráð og nýting fasteigna Kl. 12:12
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Birgi Þórarinssyni, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, Loga Einarssyni og Kára Gautasyni.
Eyjólfur Ármannsson greiddi atkvæði gegn afgreiðslu málsins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Logi Einarsson og Kári Gautason. Sigmar Guðmundsson áheyrnarfulltrúi er samþykkur álitinu.
Eyjólfur Ármannsson boðaði sérálit.

Eyjólfur Ármannsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Gerðar eru alvarlegar og miklar athugasemdir við afgreiðslu málsins. Meðal annars gengur frumvarpið gegn friðhelgi eignarréttar, skv. 72. gr. stjórnarskrár. Þá er gengið lengra en nauðsynlegt er í ákvæðum þess. Ákveðin atriði eru óskýr og matskennd auk þess sem lagt er til að felld verði brott nauðsynleg sérlög um eignarhald á landi en í stað komi sérkafli í lögum um fasteignamat sem eru grundvöllur skattheimtu.

5) 518. mál - meðferð sakamála og fullnusta refsinga Kl. 12:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Fjólu Antonsdóttur, Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur frá Stígamótum, Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands, Margréti Unni Rögnvaldsdóttur og Hrafnhildi Gunnarsdóttur frá embætti ríkissaksóknara og Þorvald Heiðar Þorteinsson og Hákon Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneytinu.

6) 596. mál - áfengislög Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Magnús Kára Ingvarsson frá Skattinum, Guðmund Hauk Guðmundsson frá Samkeppniseftirlitinu, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar Sigurðarson frá Samtökum iðnaðarins, Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands, Rafn Magnús Jónsson og Kjartan Hrein Njálsson frá embætti landlæknis og Hinriku Söndru Ingimundardóttur og Guðmund Þóri Steinþórsson frá dómsmálaráðuneytinu.

7) 334. mál - áfengislög Kl. 14:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Hauk Guðmundsson frá Samkeppniseftirlitinu, Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar Sigurðarson frá Samtökum iðnaðarson, Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands og Rafn Magnús Jónsson og Kjartan Hrein Njálsson frá embætti landlæknis.

8) 172. mál - hjúskaparlög Kl. 15:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Bjarna Ragnarsson, Magneu Magnúsdóttur og Rósu Dögg Flosadóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

9) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

10) 536. mál - landamæri Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

11) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00