13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, mánudaginn 2. september 2013 kl. 09:00


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir UBK, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

UBK var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 14. mál - Hagstofa Íslands Kl. 09:00
Kl. 9:15
Frá forsætisráðuneyti (Páll Þórhallsson), Hagstofu Íslands (Ólafur Hjálmarsson, Hrafnhildur Arnkelsdóttir og Rósmundur Guðnason), Persónuvernd (Hörður Helgi Helgason og Þórður Sveinsson) og frá Starfshópi um höfuðstólslækkun verðtryggðra lána (Sigurður Guðmundsson). Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:50