18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 18. september 2013 kl. 12:00


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 12:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 12:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 12:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 12:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 12:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 12:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 12:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 12:00

UBK var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 12. mál - frestun á innheimtuaðgerðum og nauðungarsölum Kl. 12:00
Borin var upp tillaga að VilÁ yrði framsögumaður þingsályktunartillögunnar. Það var samþykkt. Dreift var drög að umsagnarlista og umsagnarfrestur ákveðinn til 27. september nk.

2) 37. mál - leikskóli að loknu fæðingarorlofi Kl. 12:15
Borin var upp tillaga að SSv yrði framsögumaður þingsályktunartillögunnar. Það var samþykkt. Dreift var drög að umsagnarlista og umsagnarfrestur ákveðinn til 27. september nk.

3) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:30