2. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. október 2013 kl. 09:10


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:10
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:23
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:14

GuðH var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
JMS var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:10
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt án athugasemdar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Löggæsluáætlun. Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Þórunn Hafstein og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir skýrslu innanríkisráðherra um störf nefndar um grundvallarskilgreinar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland. Einnig var ræddu þau um stöðu löggæslumála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð nr. 98/2013 - Markaðssetning og notkun efna til sprengiefnagerðar Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir reglugerð nr. 98/2013 um markaðssetningu og notkun efna til sprengigerðar og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2012/4 - Merking og rekjanleiki sprengiefna Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar kom Gunnlaugur Geirsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir Tilskipun 2012/4 um merkingu og rekjanleika sprengiefna og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Stúdentaráð Háskóla Íslands. Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu María Rut Kristinsdóttir, Vigfús Rúnarsson, Ísak Rúnarsson, Jórunn Pála Jónasdóttir, Anna Rut Kristjánsdóttir og Kristín Helga Magnúsdóttir frá stúdentaráði Háskóla Íslands. Fóru þau yfir málefni stúdentaráðs og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 11:28
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:28