78. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. september 2014 kl. 10:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 10:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 10:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 10:00
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) fyrir GuðbH, kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:00

Svandís Svavarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Málefni Lögregluskóla ríkisins. Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom starfshópur sem skipaður var af innanríkisráðherra til að endurskoða skipulag og starfsemi Lögregluskóla Ríkisins, Sigríður Björg Guðjónsdóttir, Þórir Ólafsson, Frímann Baldursson, Ólafur K. Ólafsson, Eiríkur Hreinn Helgasson og Karl Gauti Hjaltason. Fóru þau yfir stöðu verkefnisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Jónas Friðrik Jónsson og Katrín Helga Hallgrímsdóttir. Fóru þau yfir málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00