26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:02
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Pál Val Björnsson (PVB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 419. mál - dómstólar Kl. 08:32
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Ingimundur Einarsson og Símon Sigvaldason frá Dómstólaráði. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi álit sitt.

3) Staða námsráðgjafa við fangelsið á Litla Hrauni Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar kom Þórunn Jóna Hauksdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór hún yfir stöðu námsráðgjafa við fangelsið á Litla Hrauni og svaraði spurningum nefndarmanna.

Bókun nefndarinnar: Miðað við fjárveitingar Alþingis er 100% staða námsráðgjafa við FSu til að sinna náms- og starfsráðgjöf í íslenskum fangelsum að fullu fjármögnuð. Samkvæmt samningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins við FSu er skýrt að skólanum ber að sinna þessu verkefni. Allsherjar- og menntamálanefnd ætlast til þess að þjónustan verði innt af hendi af hálfu FSu og að mennta- og menningarmálaráðuneytið hafi eftirfylgni með því að það sé gert. Þá beinir allsherjar- og menntamálanefnd því til innanríkisráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis að ræða saman um hvort endurskoða skuli fyrirkomulag, utanumhald og ábyrgð verkefnisins en það er mat nefndarinnar að bæði ráðuneytin beri ábyrgð á því að verkefninu sé sinnt.

4) Breytingar á lögregluumdæmum. Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar kom Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneytinu. Fór hún yfir fyrirhugaðar breytingar á lögregluumdæmum og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Vopnaeign lögreglunnar. Kl. 09:45
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

6) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:05