37. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. febrúar 2015 kl. 08:50


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:50
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:50
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:50
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:50
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:50
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:04
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:50
Fundargerð 36 var samþykkt.

2) 426. mál - grunnskólar Kl. 08:52
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Agnes Guðjónsdóttir og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2013/55/ESB er varðar gagnkvæma viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Kl. 09:45
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar. Að álitinu standa UBK, PVB, LínE, ELA, GuðH, HallMm, JMS og VilÁ.

4) Upplýsingafundur með Félagi kvenna í atvinnulífinu. Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar komu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, María Maríusdóttir og Helga Margrét Reykdal frá félagi kvenna í atvinnulífinu. Ræddu þær um stöðu kvenna í fjölmiðlum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30