58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:15
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:07
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00

Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Guðbjartur Hannesson vék af fundi kl. 10:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 57 var samþykkt.

2) 703. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar kom Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 673. mál - vopnalög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Skúli Þór Gunnsteinsson frá innanríkisráðuneytinu. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 687. mál - lögræðislög Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu María Einarsdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Sigurður Páll Pálsson frá Landspítala- háskólasjúkrahúsi, Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Hrannar Jónsson og Sigurður Rúnar Hauksson frá Geðhjálp, Þórólfur Halldórsson frá sýslumannafélagi Íslands, Björg Finnbogadóttir og Sólveig Guðmundsdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Helga Jóna Benediktsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 11:15
Nefndin fór yfir breytingatillögur á frumvarpinu.

6) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35