74. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 13. júní 2015 kl. 08:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:30

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:00. Í hennar stað kom Willum Þór Þórsson.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:00. Í hennar stað kom Steinunn Þóra Arnardóttir.
Kl. 10:40 komu inn á fundinn fulltrúar velferðarnefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Steinunn Þóra Arnardóttir og Brynjar Níelsson. Viku þau Sigríður og Brynjar af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 798. mál - kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson og Baldur Sigmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Björn Rögnvaldsson og Sigurður H. Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Gunnar Björnsson frá samninganefnd ríkisins, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Páll Halldórsson, Erna Guðmundsdóttir, Halla Þorvaldsdóttir og Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir frá Bandalagi háskólamanna, Ólafur G. Skúlason, Gunnar Helgason, Eva Kristjánsdóttir, Rut Gunnarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Ástráður Haraldsson, Gylfi Dalmann, Lára V. Júlíusdóttir, Birgir Jakobsson frá Landlæknisembættinu, Páll Mattíasson frá Landspítalanum, Hildigunnur Svavarsdóttir og Bjarni Jónsson(símafundur) frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, Þórólfur Halldórsson (símafundur) frá Sýslumannafélagi Íslands, Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari og Magnús Pétursson fyrrv. ríkissáttasemjari. Fóru þau yfir frumvarp til laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp tillaga að afgreiða frumvarpið úr nefnd. Að áliti meirihlutans stóðu UBK, ELA, JMS, VilÁ og WÞÞ.

2) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:10