75. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. júní 2015 kl. 10:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 10:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 10:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:00
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 10:16

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 339. mál - orlof húsmæðra Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram málsmeðferð sinni.

2) 475. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:15
Nefndin afgreiddi álit sitt. Öll nefndin stóð að álitinu.

3) 397. mál - dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna Kl. 10:22
Nefndin afgreiddi álit sitt. Öll nefndin stóð að álitinu.

4) 389. mál - mannanöfn Kl. 10:30
Nefndin afgreiddi álit sitt. Öll nefndin stóð að álitinu.

5) 687. mál - lögræðislög Kl. 10:35
Nefndin afgreiddi álit sitt. Öll nefndin stóð að álitinu. GuðbH, BJG og HHG með fyrirvara.

6) 470. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:50
Nefndin afgreiddi álit sitt. Öll nefndin stóð að álitinu.

7) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00