14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundagerðir nr. 11,12 og 13., voru samþykktar án athugasemda.

2) 224. mál - happdrætti og talnagetraunir Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Fanney Óskarsdóttir og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndamanna.

3) 329. mál - mannréttindasáttmáli Evrópu Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Lilja Borg Viðarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndamanna.

4) 264. mál - Landhelgisgæsla Íslands Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndamanna.

5) 332. mál - fullnusta refsinga Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Skúli Þór Gunnsteinsson, Bryndís Helgadóttir og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndamanna.
Borin var upp tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 264. mál - Landhelgisgæsla Íslands Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Páll Vignisson og Auðunn Kristinsson frá Landhelgisgæslu Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndamanna.

7) 100. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:40
Borin var upp tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Rætt var um starf nefndarinnar næstu vikur.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00