16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:12
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:32

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundagerð nr. 15., var samþykkt án athugasemda.

2) 329. mál - mannréttindasáttmáli Evrópu Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar kom Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Nefndin samþykkti álit sitt.
Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir áliti. ÓÞ og BjG með fyrirvara.

3) 224. mál - happdrætti og talnagetraunir Kl. 09:25
Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti meiri hlutans standa UBK, GStein, LínS, KG, JMS og VilÁ.

4) Fjárhagsleg áhrif vegna breytinga á ákæruvaldinu v. laga nr. 47/2015. Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Pétur Fenger og Hinrika Sandra Gestsdóttir. Fóru þau yfir fjárhagsleg áhrif vegna breytinga á ákæruvaldinu v. laga nr. 47/2015 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05