18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00

Guðmundur Steingrímsson og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Heiðurslaun listamanna 2016 Kl. 09:00
Nefndin afgreiddi breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga 2016. Allir viðstaddir nefndarmenn voru samþykkir tillögunni.
Svandís Svavarsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir gera fyrirvara við breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga 2016 er lítur 2. mgr. 3. gr. laga um heiðurslaun listamanna nr. 66/2012. Þingmennirnir árétta mikilvægi þess að sú nefnd sem kveðið er á um í ákvæðinu taki til starfa sem fyrst svo hægt sé að leita umsagnar um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.

2) Tilskipun 2014/26/ESB um höfundarétt og leyfisveitingu fyrir netafnot tónlistar Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkismálaráðuneytinu. Fóru þau yfir tilskipunina og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50