27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. desember 2015 kl. 18:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 18:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 18:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 18:30
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur (ÓÞ), kl. 18:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 18:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 18:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 18:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 18:30

Líneik Anna Sævarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum (reikningsár og frestun gildsitöku). Kl. 18:30
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Margrét Magnúsdóttir frá Ríkisútvarpinu. Fóru þau yfir drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið (reikningsár og frestun gildistöku) og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp tillaga um að nefndin myndi flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðlil í almannaþágu, nr. 23/2013, með síðari breytingum ( reikningsár og frestun gildistöku). Það var samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 19:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:15