33. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. janúar 2016 kl. 08:30


Mættir:

Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Unnur Brá Konráðsdóttir og Karl Garðarsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 369. mál - styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Agnes Guðjónsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Haraldur Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, T. Tjörvi Þórsson og Ari Kristinsson frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Hilmar Sigurðsson og Björg Ásta Þórðardóttir frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðanda og Friðrik Friðriksson frá Samtökum kvikmyndaleikstjóra. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 17. mál - lýðháskólar Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Eyrún Valsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Eyjólfur Guðmundsson frá Háskólanum á Akureyri og Inga Auðbjörg Straumland og Steinunn Ólína Hafliðadóttir frá Landssambandi æskulýðsfélaga. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 16. mál - styrking leikskóla og fæðingarorlofs Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Maríanna Traustadóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Þóra Jónsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Guðrún Þorleifsdóttir frá Barnaverndarstofu, Anna Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Ingibjörg Kristleifsdóttir frá Félagi stjórnenda leikskóla, Þröstur Brynjarsson frá Félagi leikskólakennara, Margrét María Sigurðardóttir frá Umboðsmanni barna, Valtýr Valtýsson frá Bláskógabyggð, Bjarni Th. Bjarnason frá Dalvíkurbyggð (símafundur), Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Þorgeirsson frá Grímsnes- og Grafningshreppi, Aldís Hafsteinsdóttir frá Hveragerðisbæ og Ásta Stefánsdóttir frá Sveitarfélaginu Árborg. Fóru þau yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 13. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:15
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 11. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:17
Borin var upp sú tillaga að Ólína Þorvarðardóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18