83. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Guðmundur Steingrímsson var fjarverandi.
Haraldur Einarsson var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
Ásta Guðrún Helgadóttir vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 794. mál - námslán og námsstyrkir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Eyrún Valsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Stefán Aðalsteinsson og Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna, Jón Atli Benediktsson, Steinunn Gestsdóttir og Sigurður Jóhannesson frá Háskóla Íslands, Eyjólfur Guðmundsson frá Háskólanum á Akureyri (símafundur), Auður Magnúsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Vilhjálmur Egilsson frá Háskólanum á Bifröst (símafundur), Ari Kristinn Jónsson frá Háskólanum í Reykjavík, Fríða Björk Ingvarsdóttir frá Listaháskóla Íslands og Rebekka Rún Jóhannesdóttir, Skúli Þór Árnasson og Kristinn Guðmundsson frá stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 11:30
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir álitinu og Helgi Hrafn Gunnarsson ritar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 765. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016--2019 Kl. 11:35
Nefndin afgreiddi álit sitt. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykkir álitinu og Helgi Hrafn Gunnarsson ritar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40