101. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. október 2016 kl. 09:05


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:05
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:05
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir Harald Einarsson (HE), kl. 09:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 09:05

Helgi Hrafn Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 874. mál - stofnun millidómstigs Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Stefán A. svensson og Hildur Ýr Viðarsdóttir frá Lögmannafélagi Íslands, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Ólöf Finnsdóttir frá Dómstólaráði og Sigríður Friðjónsdóttir frá Ríkissaksóknara. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Málefni útlendinga Kl. 09:20
Borin var upp tillaga að nefndin myndi flytja frumvarp til laga um breytingu á útlendingalögum. Það var samþykkt.
Að frumvarpinu standa, Unnur Brá Konráðsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Páll Jóhann Pálsson og Willum Þór Þórsson.

4) Önnur mál Kl. 09:25
Borin var upp tillaga að nefndin myndi flytja frumvarp til laga um breytingar á lögum um Grænlandssjóð. Það var samþykkt.
Öll nefndin er samþykk frumvarpinu.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:30