9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. janúar 2018 kl. 09:03


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:20
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:03
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:03

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerðir 7. og 8. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá félags- og jafnréttismálaráðherra Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra, Ellý Alda Þorsteinsdóttir, Hanna S. Gunnsteinsdóttir, Rósa Guðrún Erlingsdóttir og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti. Félags- og jafnréttismálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 148. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Störf nefndarinnar Kl. 09:29
Nefndin ræddi hugmyndir að heimsóknum.

4) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35