10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. janúar 2018 kl. 09:06


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:06
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:20
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:13
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:06
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:06
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:06
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:06

Birgir Ármansson var fjarverandi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:51
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018 Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Vilberg Guðjónsson, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 148. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 50. mál - þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta Kl. 09:42
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:55
Á fund nefndarinnar komu Finnur Þór Birgisson, Álfrún Perla Baldursdóttir og Pétur Gunnarsson frá utanríkisráðuneyti og Gunnþóra Elín Erlingsdóttir frá nefndasviði skrifstofu Alþingis og kynntu þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:47
Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, tók fyrir beiðni nefndar frá Suður-Afríku um fund um jafnréttismál í apríl. Samþykkt var að stefna á fund.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20