36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. apríl 2018 kl. 09:15


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:15
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:21
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:15

Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 11:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 32., 33., 34. og 35. fundar voru samþykktar.

2) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 09:18
Á fund nefndarinnar kom Eiríkur Jónsson prófessor sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Halldóra Þorsteinsdóttir og Elfa Ýr Gylfadóttir frá Fjölmiðlanefnd og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 339. mál - Þjóðskrá Íslands Kl. 10:09
Á fund nefndarinnar komu Björg Finnbogadóttir og Ingi Þór Finnsson frá Þjóðskrá Íslands, Hrafnhildur Arnkelsdóttir frá Hagstofu Íslands og Þórður Sveinsson frá Persónuvernd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Haukur Arnþórsson og Sigurður Ingólfsson frá Gangverði ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 114. mál - almenn hegningarlög Kl. 11:01
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05