38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 15:06


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:06
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:06
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:06

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll. Páll Magnússon vék af fundi kl. 15:23 til 16:30.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 15:07
Á fund nefndarinnar komu Magnús Loftsson og Fríða Björk Ingvarsdóttir frá Listaháskóla Íslands, Eyjólfur Guðmundsson frá Háskólanum á Akureyri, Ragnhildur Helgadóttir frá Háskólanum í Reykjavík og Jón Atli Benediktsson frá Háskóla Íslands og Samstarfsnefndar háskólastigsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðríður Arnardóttir frá Kennarasambandi Íslands og Jón B. Stefánsson, Kristinn Þorsteinsson, Olga Lísa Garðarsdóttir og Baldur Gíslason frá Skólameistarafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Snorri Magnússon frá Landssambandi lögreglumanna og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Halldór Halldórsson, Ásgeir Ásgeirsson og Karl Steinar Valsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:20
Á fund nefndarinnar komu Jón Pétur Jónsson, Pétur Fenger, Ragna Bjarnadóttir og Hinrika Sandra Ingimundardóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 113. mál - endurskoðun XXV. kafla almennra hegningarlaga Kl. 17:42
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti með frávísunartillögu.

4) 465. mál - kvikmyndalög Kl. 17:19
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

5) 466. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 17:42
Frestað.

6) 269. mál - Kristnisjóður o.fl. Kl. 17:19
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 17:47
Nefndin ræddi starfið framundan og stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:10