39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. maí 2018 kl. 08:33


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:33
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:33
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:33
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:33
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:39
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:33
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:33
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 08:38

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:33
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar kom Jónas Ingi Pétursson frá ríkislögreglustjóra sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Finnborg Salóme Steinþórsdóttir og Freyja Barkardóttir frá félagi um femínísk fjármál. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Anna Lísa Rúnarsdóttir og Þorbjörg Gunnarsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu auk þess Magnús Geir Þórðarson og Bryndís Dagsdóttir frá Ríkisútvarpinu ohf. og Erling Jóhannesson frá bandalagi íslenskra listamanna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 236. mál - aðgengi að stafrænum smiðjum Kl. 10:02
Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:14
Nefndin ræddi starfið framundan og stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20