41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 15:06


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:06
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:06
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:44
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:06
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:06
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:06

Andrés Ingi Jónsson og Anna Kolbrún Árnadóttir boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:06
Frestað.

2) 236. mál - aðgengi að stafrænum smiðjum Kl. 15:08
Á fund nefndarinnar komu Björg Pétursdóttir, Björk Óttarsdóttir og Hulda Anna Arnljótsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Sveinn Þorgrímsson og Sigríður Valgeirsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

3) 213. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:01
Á fund nefndarinnar komu Erling Jóhannesson frá Bandalagi íslenskra listamanna, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Sigurjón Birgir Sigurðsson frá P.E.N. á Íslandi, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Hannes Heimisson frá utanríkisráðuneyti, Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Þórdís Ingadóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 466. mál - skil menningarverðmæta til annarra landa Kl. 17:07
Á fund nefndarinnar mættu Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Kristín Huld Sigurðardóttir og Þór Hjaltalín frá Minjastofnun Íslands. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 465. mál - kvikmyndalög Kl. 17:21
Frestað.

6) 269. mál - Kristnisjóður o.fl. Kl. 17:21
Frestað.

7) Persónuverndarlöggjöf Kl. 17:22
Á fund nefndarinnar mættu Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 63. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 18:10
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 18:13
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:13